mánudagur, apríl 16, 2007

Ég læt undan miklum þrýstingi aðdáenda.
Já þið getið tekið gleði ykkar á ný því ég hef hafið upp raust mína...en á öðrum stað.
Kíkið á NÝJU SÍÐUNA MÍNA og verið virk ;)

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Á síðasta snúningi.

Takk fyrir lesturinn þið sem lituð stundum við.
Búin að vera að blogga síðan 2002...komið nóg núna.
Gæti þó vel tekið við þessa iðju aftur þegar sá andi kemur yfir, þá á öðrum stað...kemur bara í ljós.
Síðunni verður lokað á næstu dögum :)
Halldóra

mánudagur, mars 26, 2007

Ferðasaga.

Tími komin á blogg og það ferða/tónleika blogg.
***
Eftir að hafa verið heima hjá mér helgina fyrir ferðina með hjartað í buxunum og tárin í augunum kom sá dagur að út skildi halda. Fórum snemma uppá völl...meira að segja mjög snemma en hvað um það. Ég róaðist öll og svo var kallað um borð. Hjartað sló örar en nokkru sinni og vélinni var bakkað frá. Skrítið hljóð heyrðist og ég lét ferðafélaga mína vita að flugstjórinn hefði nú örugglega gleymt að taka handbremsuna af. Vélin stoppar og aftur að rampi. Flugstjóri: "svo virðist sem startari hafi farið í hægri mótor og mun verða litið á það" Jeiii alltaf bila þessar rellur þegar ég fer í þær!! Jæja skipt var um startara og því þurfti ekki að hand trekkja vélina í gang. Flugið gekk áfallalaust fyrir sig og vona ég að engin hafi fengið salmonellu sýkingu af frosna kjúkklingnum sem boðið var uppá!!
***
Nenni ekki að skrifa ýtarlega ferðalýsingu en tek heldur hápunkta ferðarinnar.
Tilgangurinn á öllu þessu útstáelsi var auðvitað að hitta og hlutsa á drottinguna Dolly Parton. Good golly there´s no one quite like Dolly segi ég nú bara. Eftir að hafa látið fólk bíða í litlar 10 mínútur eftir sér mætti goðið sjálft á svið í glimmer "outfitti" ég er viss um að hún sjáist úr geimnum þó lítil sé, svo mikið styrnir á hana. Hún tók auðvitað öll sín bestu lög eða jahh sín þekktustu lög eins og 9-5, Joline og Islands in the stream. Við fengum frábært sæti og reyndi ég að smella af nokkrum myndum þrátt fyrir að búið væri að hóta Kalla að myndavélin yrði tekin ef myndað yrði! Ég er búin að setja nokkrar hingað og tónbrot líka ;). Ég hef alltaf vitað að Dolly er bráðskmmtileg týpa og hún reytti af sér brandarana og gellan hefur sko húmor fyrir sjálfri sér. Þakkaði öllum fyrir að kaupa miða á þessa rándýru tónleika og fullvissaði gesti um að hún þyrfti sko á þessum peningum að halda því það kostar sko fúlgur að líta svona út eða eins og mig minnir að hún hafi orðað það "It costs a fortune to look this cheap". Svo tjáði hún okkur að það væri ekkert ekta við hana nema hjartað hennar. Það held ég að sé nú alveg rétt hjá henni því hún lítur ekki út eins og rúmlega sextug kella frá Tenesee!
***
Fyrst byrjað var á tónleikaferð varð ég bara auðvitað að gera mér ferð til Liverpool og tékka á Bítlasafninu. Frábært safn, enda frábærir fjórmenningar sem eiga stórann þátt í poppsögu heimsins. Svo var minjagripabúð að safni loknu og auðvitað var smá keypt þar!
***
Í ferðinni var MIKIÐ verlsað og þó fékk ég ekki "heavy" skæran miða á ferðatöskuna mína eins og sumir hahahahaahahaaaa!! En ég fæ samt örugglega heavy VISA reikning :( en það er seinni tíma vandamál!!
Borðar var á sig gat alla daga, lappirnar gengnar uppað herðum og gott ef það bættust ekki smá vöðvar á handleggina eftir alla pokana! Finnst eins og Ásgeir sé með aðeins stæltari upphandleggsvöðva ;)
***
Þetta var nú svona ferðin í grófum dráttum. Frábær ferð og frábær félagsskapur.
P.S. bara svona að minna ykkur á að kvitta svo ég nenni að halda áfram að skrifa ;)
Halldóra öll ekta.

sunnudagur, mars 18, 2007

Rokin!

Jæja mér fannst nú bara rétt að setja inn eina færslu áður en ég held útí heim. Já það er komið að því "the moment we´ve all been waiting for" Er ekki alltaf svona í öllum þáttum?? :)
***
Á sama tíma á morgun verð ég komin til Manchester (ef allt gengur vel). og á þriðjudag verð ég hoppandi um í M.E.N. Arena hlustandi á 9-5 og Joline og fleiri góða "kántrí" slagara ;)
***
Ég get nú ekki sagt að ég hlakki til ferðarinnar, enda er ég að komast af því meira og meira að ég er haldin svakalegri flug fælni! Já ég er hér heima núna klukkan að ganga 2300 og ég er svei mér þá að fá nett taugaáfall. þetta er eitthvað sem ég verð að leita mér aðstoðar með...annars verð ég föst á klakanum (íslandi) um aldur og ævi. Jahh nema fá gott frí og taka bát yfir hafið! Afhverju þarf þetta land að vera eyland??
***
Jæja ætla í slakandi bað og reyna að anda! Skrifa ferðasöguna eftir viku (vonandi)
Slakið á og munið að elska hvort annað :)
HH

fimmtudagur, mars 08, 2007

Bull og vitleysa.

Góðan daginn.
10 dagar í Dolly og svona ef ég hef gleymt að skrifa það þá er gellan ekki að þessu sinni í Texas heldur er hún að taka góðan Evrópu túr og ber ég hana augum í Manchester, England, England. Svo mun að auðvitað fara til LIVERPOOL og í þetta sinn mun Bítlasafnið ekki vera lokað, ónei nú verður sko farið í alvöru pílagrímaferð!!
***
Það er allt við það sama hjá okkur í Kópó, gerist ekkert nýtt eða spennandi! Vinna, borða, taka til, sofa, sjónvarp, sofa. Spennandi ekki satt???
***
Það er föstudagur á morgun og er ég ákveðin í því að þessa helgina mun ég ekki hanga heima og láta mér leiðast, ég er svo sem ekki með neitt plan, en ég hlýt að finna eitthvað sniðugt. Fara í Eden eða eitthvað!! Er það kannski alveg úti??
***
Minni ykkur svo öll á að lesa moggnn á föstudag...eða kannksi ekki beint moggan heldur brúðarblaðið sem fylgir mogganum. Mynd af okkur skötuhjúum. Við vorum svo svakalega sæt að ljósmyndarinn vildi setja okkur í blaðið ;)
***
Jæja matur og þá er best að hlaupa upp á kaffistofu til að ná besta staðnum í græna fallega sófanum.
HH

mánudagur, mars 05, 2007

svimisvimi svitabað!!

Eru þið að trúa því að það eru bara 14 dagar í Dolly. Jahh eða sko 14 dagar þar til við förum út. Úffff ég er farin að svitna þegar ég hugsa um það og farin að dreyma leiðindar flugdrauma. Ég "missti" af flughræðslunámskeiðinu...hummm eða kannski þorði ég ekki að fara!! Ekki nóg með það að ég sé að fara þarna út heldur er ég líka að fara til Sardeníu í maí!! Það er nú aðeins lengra flug með lágfargjaldfélagi....*úffff illt í maga* En þá er ég reyndar að taka barnið með. Já ég kvíði að skilja hann eftir heima núna...sérstakelga þar sem við hjónin erum að fara bæði!!! Klikkuð já ég veit!
***
Helgin var róleg...strákarnir mínir eitthvað slappir þannig að ég var bara með þá heima í rólegheitum eða reyndar á flakkinu...sníktum kaffi hér og þar og svo bara verið að taka til! ekki veitti af því!
***
Ég hef roslega gaman af því að telja og var að telja hvað ég ætti eftir að kenna marga daga þar til ég fer til Sardegnu og haldið ykkur nú fast....aðeins 37 kennsludagar. Ég er náttúrulega að taka 5 daga frí til að fara á Dolly svo aftur til að fara til Sardegnu...Shit það á örugglega einhver eftir að reka mig!
***
Jæja ég er bara farin að bulla.bæbæ.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Merkilegt!

Já mér er mál að skrifa...veit ekki afhverju en mér hefur verið mál í nokkra daga. Er búin að búa til marga frekar góða pistla í hausnum á mér en auðvitað men ég þá ekki núna!
***
Í dag er 1 mars. ég ætla að byrja að spara í dag...er að spá í að klippa VISA kortið en æjjj fór í bankann í dag og lét endurnýja það! Ég meina kommon ég er að fara til útlanda og verð að geta keypt mér eins og einn kaffibolla eða nú föt eða eitthvað þannig ;)
***
Afhverju man ég ekkert. Ohhh ég man ekkert stundinni lengur. man það næst að blogga leið og hugmyndin fæðist.
***
Eitt að lokum...kommentið svo ég viti að einhver sé enn að lesa ;)